Stjórnmál

Óverðmerktir gosdrykkir í pósthúsum

By Miðjan

May 28, 2014

Neytendur Neytendastofa kannaði verðmerkingar í pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í tíu pósthús og athugað hvort verðlisti yfir helstu þjónustuliði væri til staðar og hvort söluvara væri verðmerkt. Verðlisti var á öllum stöðum en gerð var athugasemd við tvö pósthús, Póstinn Stórhöfða og Póstinn Dalvegi þar sem vantaði verðmerkingar á gos í kæli, sælgæti, bækur og fleira „Ástæðan fyrir því að svo mikilvægt er að verð sé á vörunni sjálfri eða við hana er sú að einungis þannig geta neytendur auðveldlega áttað sig á samhenginu á milli vöru og verðs. Þannig verður verðmerking á hillu alltaf að vera alveg við vöruna og eins nálægt henni og mögulegt er þegar verðmerkt er með skilti eða verðlista,“ segir á heimasíðu Neytendastofu.

Þar segir einngi að Neytendastofa ætli að fylgja könnuninni eftir með annarri eftirlitsferð þar sem skoðað verður hvort tilefni er til að beita sektum.