Fréttir

Píratar hætti að setja sig á háan hest

By Miðjan

September 26, 2017

Alþingi „…þær atkvæðaskýringar sem hér hafa komið, sérstaklega frá þingmönnum Pírata, sýna að það er náttúrlega borin von að ræða þetta mál af einhverri yfirvegun meðan fólk er í miðri prófkjörsbaráttu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi fyrir skömmu.

„Það er engin leið að ræða af viti um breytingar á stjórnarskrá meðan fólk er með hugann við eitthvað annað. Hér erum við, jú, örugglega meiri hluti þingmanna stuðningsmenn þess að fá nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs og ég bið bara virðulega þingmenn Pírata að hætta að setja sig á háan hest og muna að við erum hér saman í þessu verkefni. Og það hvort við náum inn breytingarákvæði núna eða ekki skiptir ekki máli ef við treystum þjóðinni til að kjósa okkur í umbótaöflunum hér 28. október.“