- Advertisement -

Pólitískur uppgjafarmaður fær á tilfinninguna

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eina hlutverk Samtakanna er að halda kjörum láglaunafólks niðri og að komast með skítugar lúkurnar í ríkiskassann.

Sigrar hafa nefnilega aldrei unnist á framlagi uppgjafarmanna.

Þorsteinn Víglundsson sveik kjósendur Viðreisnar þegar hann hljóp frá skyldum sínum,  nennti ekki að vera lengur á þingi. Fékk glitrandi atvinnutilboð um að stýra steypustöð þó hann hafi áður sett eina slíka á húrrandi hausinn. Þar töpuðust milljarðar króna. Þorsteinn þótti einstaklega slakur rekstrarmaður og þykir enn. Að því loknu þá varð hann framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins enda ekki gerðar miklar kröfur á þeim bænum. Eina hlutverk Samtakanna er að halda kjörum láglaunafólks niðri og að komast með skítugar lúkurnar í ríkiskassann.

Sami Uppgjafar-Þorsteinn mætti í útvarpsviðtal í morgun og hafði þetta að segja „Það vakti ekki hrifningu hjá mér hvernig Landsspítalinn nálgaðist fjárlagaumræðuna þekkjandi til rekstrar. Ég fékk ekki tilfinningu fyrir því að þarna væri vel farið með opinbert fé“. Þetta kemur auðvitað úr hörðustu hátt og frá manni sem rak áratuga gamalt fjölskyldufyrirtæki í þrot.

Eins og gjarnan þá rökstuddi Þorsteinn ekki mál sitt, né kom hann með dæmi máli sínu til stuðnings. Gaspraði bara út í útvarpsloftið. Hann er náttúrulega í liði með Samtökum atvinnulífsins og Birni Zoëga, sem horfa með græðgisaugum á heilbrigðiskerfið. Talar fyrir einkavæðingu og niður stjórnendur Landsspítalans í þeim tilgangi. Ef hlustað væri á Uppgjafar-Þorstein þá væri landið í vondum málum. Sigrar hafa nefnilega aldrei unnist á framlagi uppgjafarmanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: