- Advertisement -

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar beitti sér gegn prófessor Þorvaldi Gylfasyni

Þá steig fjármálaráðuneytið inn og drullumallaði.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Seint á síðasta ári þá hlotnaðist Íslandi sá einstaki heiður að prófessor Þorvaldi Gylfasyni  var boðin ritstjórastaða hjá hinu virta fagriti „Nordic Economic Policy Review“. Gögn sýna að búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar, samanber afrit að pósti sem fylgir. Þá steig fjármálaráðuneytið inn og drullumallaði. Neitaði að samþykkja áorðna ráðningu Þorvaldar vegna pólitískra þátttöku hans. Fyrir þá sem ekki muna þá fór Þorvaldur fram fyrir Lýðræðisvaktin í Alþingiskosningunum árið 2013 og náði ekki kjöri. Þar með lauk þátttöku Þorvaldar í stjórnmálum. Samt heldur ráðuneytið því fram með lygum að hann sé virkur í stjórnmálum í dag samanber afrit af öðrum pósti sem fylgir.

Í stað þess að samfagna Þorvaldi og íslensku háskólasamfélagi þá gerði ráðuneytið Ólaf Heiðar Helgason hjá ráðuneytinu út af örkinni. Hann kom þeim skilaboðum afdráttarlaust til skila að fjármálaráðuneytið styðji ekki ráðningu Þorvaldar. Þannig var komið í veg fyrir ráðninguna. Hvað ætli fjármálaráðherra landsins Bjarni Ben segi um málið eða hver var aðkoma hans?

Bjarni eldri Benediktsson og Halldór Lasxnes.

Þetta minnir óneitanlega á gamla tíma þegar þeim skilaboðum var komið til bandarískra yfirvalda að nóbelsverðlaunahafinn Halldór Laxness væri vinstri sinnaður og þyrfti að hafa eftirlit með honum. Það er eins og mig minni að þetta hafi verið á tímum McCarthyismans þegar fólk með hófsamar skoðanir var hundelt þar vestra. Já, vel á minnst, var ekki Bjarni Ben heitin og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins utanríkisráðherra Íslands á þessum tíma? Ekki fyrir svo mörgum árum komu fram gögn sem sanna að fylgst var með Halldóri og að íslensk stjórnvöld hafi komið skilaboðunum á framfæri um stjórnmálaskoðanir skáldsins. Það hefur nú ekki mikið breyst á Íslandi verð ég að segja og hver ætlar að axla ábyrgð á þessu nýja drullumalli?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: