- Advertisement -

Rándýrir Íslendingar

Fjármagnskostnaður á íslenska krónusvæðinu er margfaldur á við það sem neytendur á evrusvæðinu búa við.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Myndin sem fylgir sýnir fjármagnskostnað evrusvæðisins. Örugg óverðtryggð ríkisskuldabréf til 10 ára báru neikvæða vexti upp á 0,58 prósent í gær. Á mannamáli þá voru fjárfestar tilbúnir að borga ríkisstjórnum 0,58 prósent fyrir að geyma sitt fé. Óvissan sem uppi er í efnahagsmálum heimsins veldur því að fjárfestar fórna kröfunni um jákvæða ávöxtun fyrir aukið öryggi. Hvað óverðtryggð íbúðalán varðar þá voru vextir 1,4 prósent á evrusvæðinu í ágúst.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hærri fjármagnskostnaður ýtir undir aukna verðbólgu þvert á það sem haldið er fram af þeim sem aðhyllast kenninguna um að hærri vextir valdi ekki verðbólgu.

Samkvæmt Lánamálum ríkisins þá bera 10 ára óverðtryggð ríkisskuldabréf 2,75 prósent vexti núna í október. Hagstæðustu óverðtryggðu kjörin til íbúðarkaupa á Íslandi eru 3,5 prósent nú um stundir og eru breytilegir.  Sem sagt, fjármagnskostnaður á íslenska krónusvæðinu er margfaldur á við það sem neytendur á evrusvæðinu búa við. Heilt yfir þá dregur þetta úr samkeppnishæfni landsins til lengri og skemmri tíma. Hærri fjármagnskostnaður ýtir undir aukna verðbólgu þvert á það sem haldið er fram af þeim sem aðhyllast kenninguna um að hærri vextir valdi ekki verðbólgu. Á meðan ársverðbólga stefnir í 4,4 prósent á Íslandi þá má búast við að bólgan á evrusvæðinu verði í kringum núllið.

Samanburðurinn sýnir hvað það er dýrt að vera með íslenska krónu og að Seðlabanki Íslands er með mun lakari árangur við stjórn peningamála við núverandi samdráttaraðstæður, en Evrópski seðlabankinn. Vaxandi íslensk verðbólga er framleidd upp í Seðlabanka í gegnu veika krónu. Um mikinn misskilning er að ræða hjá þeim sem halda því fram að veikara gengi efli samkeppnishæfni þjóða. Til mjög skamms tíma þá virkar þetta, en til lengri tíma og heilt yfir þá er raunin önnur. Veikingin kallar fram víxlverkandi hækkanir verðs og launa, sem Íslendingar þekkja manna best. Slíkt ástand er ávísun á sóun þjóðhagslegra verðmæta


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: