- Advertisement -

Rasistaflokkurinn reynir mislukkaðan hvítþvott

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ljóst er að ríkisstjórnin seldi Íslandsbanka á miklu undirverði og til hrunamanna. Ríkisstjórninni ber að axla ábyrgð með afsögn.

Það er vonlaust fyrir hinn fordómafulla Framsóknarflokk að þykjast núna vera voða ósáttur við söluferlið á Íslandsbanka. Framstig Lilju Alfreðs blaðaviðtali í þessum efnum er ótrúverðugt og aumleg tilraun til að firra flokkinn ábyrgð. Gegn vilja þjóðarinnar þá samþykkt Framsókn að selja hlut í Íslandsbanka og láta hrunameistara fara með framkvæmdina. Bjarni Ben ber ekki einn hina pólitísku ábyrgð enda hefur hann haft fullan stuðning frá Framsókn og Vinstri grænum í málinu. Í því felst ábyrgð og afstaða.

Ég man ekki eftir að Framsókn hafi sett fram gagnrýni á söluferlið fyrr en núna og það eftir á. Það er afar dæmigert fyrir Framsóknarflokkinn. Bregst aldrei við nema nauðbeygður. Alveg eins og gert var varðandi rasísk ummæli Sigurðar Inga á dögunum. Núna þykist Lilja Alfreðs alltaf hafa verið voða ósammála söluaðferðinni, en ljáði samt aðferðinni framgang. Það er auðvitað ekkert mark takandi á svona tali.

Lilja Alfreðs lét þau alvarlegu orð falla í blaðaviðtali í dag að ekki hafi átt að einblína á söluverðið. Viðurkennir hún þar með að það hafi verið stefna ríkisstjórnarinnar að brjóta landslög í málinu. Það er nefnilega svo að lagaleg skylda hvílir á valdhöfum að fá hæsta mögulega verð hverju sinni þegar almannaeigur eru seldar. Það heitir almannagæsla. Enginn undanbrögð eru heimiluð. Ljóst er að ríkisstjórnin seldi Íslandsbanka á miklu undirverði og til hrunamanna. Ríkisstjórninni ber að axla ábyrgð með afsögn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lilja forðast að svara grundvallarspurningu. Af hverju ríkisstjórnin vék frá þeirri víðnotuðu aðferð, sem OECD sett fram fyrir margt löngu, varðandi sölu hlutabréfa í Íslandsbanka? Aðrar þjóðir fylgja aðferðinni, sem nær fram bæði hæsta mögulega söluverði og ákjósanlegum kaupendahóp á sama tíma. Þetta eru ekki gagnkvæmt útilokandi markmið þó reynt sé að selja landsmönnum þá ranghugmynd. Ríkisstjórnin ákvað að gera hlutina öðruvísi en leiðbeiningar OECD segja til um. Um þetta fjalla ég nánar í grein minni Illa unnið verk og er tímabært að svar fáist við spurningunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: