Stjórnmál

Reykjavík nálgast ógjaldfærni

By Miðjan

November 03, 2022

„Staða Reykjavíkurborgar, eins og hún birtist í fjárhagsáætlun hennar, veldur miklum vonbrigðum. Útlitið er ekki bjart og hætt við því að borgin verði ógjaldfær ef ekki tekst að koma rekstrinum á réttan kjöl,“ Líf Magneudóttir Vinstri grænum á fundi borgarstjórnar.

„Við aðstæður sem þessar reynir sérstaklega á styrk pólitískrar forystu. Það er brýnt að kjörnir fulltrúar skjóti sér ekki undan þeirri ábyrgð. Gerð fjárhagsáætlunarinnar kallar á skýra forgangsröðun, þar sem kveðið verði á um það hvaða verkefnum beri að hlífa og hverju þurfi að fórna. Ekki er ásættanlegt að varpa þeirri ábyrgð á almenna starfsmenn borgarinnar með flötum og óútfærðum hagræðingarkröfum eða að ganga endalaust í vasa borgarbúa til að auka tekjuflæði Reykjavíkurborgar. Við ráðstöfun takmarkaðra fjármuna í þröngri stöðu er brýnast að standa vörð um málaflokka velferðar, menntunar og umhverfismála. Vinstri græn munu sem hingað til halda þeim sjónarmiðum rækilega á lofti í fjárhagsáætlunarvinnu komandi vikna.“