- Advertisement -

Reykjavíkurborg með lökustu kjörin

Ef ég man rétt þá þiggur borgarstjóri 250 þúsund krónur fyrir að mæta á einn stjórnarfund á mánuði hjá Slökkviliði borgarinnar.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þegar kemur að reglulegum launum þeirra lægst launuðu í landinu (ófaglærðir) þá býður Reykjavíkurborg lökustu kjörin á markaðnum miðað við kjarasamninga ASÍ. Þetta sýna nýjar upplýsingar Kjaratölfræðinefndar. Launin eru þrjú þúsund krónur hærri en hjá öðrum sveitarfélögum, en vinnutíminn er rúmlega átta klukkustundum lengri hjá borginni. Það er meira en heill vinnudagur. Launin eru 369 þúsund krónur fyrir skatta eða 294 þúsund krónur eftir skatta, sem er undir opinberum framfærslu viðmiðunum.

Ef ég man rétt þá þiggur borgarstjóri 250 þúsund krónur fyrir að mæta á einn stjórnarfund á mánuði hjá Slökkviliði borgarinnar. Það er svona sporsla ofan á regluleg laun borgarstjórans jafnvel þó fundurinn sé á hefðbundnum vinnutíma. Ætli borgarstjórn hafi áhuga á að leiðrétta þessa meinsemi sem lögð er á láglaunafólk strax í dag?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: