- Advertisement -

Reynslulausi frekujukarlinn er mættur

´Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Áður en aðili fær skipstjórnarréttindi þá þarf viðkomandi að sýna fram á reynslu af sjósókn undir leiðsögn reynds aðila. Þetta á við um smábáta, sem stærri sjóför. Sama á við um flugmenn, lækna, kennara og margar aðrar starfsstéttir. Þetta er öryggis- og gæðamál, sem menn uppfylla í gegnum formlega þjálfun og praktíska reynslu. Í viðtölum þá segist oddviti Framsóknar í borginni, Einar Þorsteinsson fréttamaður, gera skýlausa kröfu um borgarstjórastólinn. Og það þrátt fyrir að hafa enga reynslu af borgarmálum, mannaforráðum eða stefnumótun. 

Hann hefur aftur á móti mikla reynslu af hlutdrægni í störfum sínum hjá RÚV eins og dæmin sanna. Þar eru Kastljósviðtöl við Sjálfstæðisráðherrana Kristján Þór Júlíusson og Jón Gunnarsson ofarlega í minni. Í þeim bugtaði Einar sig niður í kuskið og lét gestina taka stjórnina. Var skjálfandi á beinum. Einnig er minnisstæð atlaga Einars að Sönnu Magdalenu Mörtudóttir í sjónvarpssal fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum. Þá reyndi hann á ósmekklegan hátt að gera lítið úr henni, en það mistókst vegna yfirvegunar Sönnu Magdalenu.

Nú eru aðeins örfáir dagar liðnir frá kosningum og hefur Einar nú þegar gert röð byrjendamistaka. Axarsköft, sem litast af drambsemi, pirringi, frekju, yfirgangi og dómgreindarskorti. Stöðumat hans hefur ítrekað verið ábótavant enda ylfingur á ferð, sem ekki hefur klárað hnútaprófið. Að setja fram afarkosti um að fá að stýra freigátu borgarinnar og vera jafnframt ólæs á sjókort er barnaskapur að hætti skátadrengja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: