- Advertisement -

Ríkið tekur veð í rigningunni

Fjármálaráðherra landsins tekur kynninguna á dílnum að sér enda man hann manna best eftir hrunárunum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Upplýst er að ríkið ætli að taka veð í vörumerkjum og bókunarkerfi Icelandair Group ásamt öðrum óseljanlegum eignum fyrir lánalínu upp á 15 milljarða króna. Þrotabú WOW Air gekk illa að selja vörumerki félagsins og bókunarkerfi. Aðeins tveir aðilar í öllum heiminum sýndu marktækan áhuga á merkinu og bókunarkerfinu. Söluverðið á víst að hafa verið vel undir 300 milljónum króna. Margir muna eftir hinu heimsfræga bandaríska flugfélagi Pan Am. Félagið var stofnað árið 1927 og varð gjaldþrota í árslok 1991. Margar tilraunir voru gerðar til að viðhalda vörumerkinu því það var talið svo verðmætt. Tilraunirnar stóðu yfir í tuttugu ár sem allar mislukkuðust. Í dag er vörumerkið notað sem nafn á umdeildu eignarhaldsfélagi (Pan Am Railways), sem sérhæfir sig í lestarflutningum í norð-austur Bandaríkjunum. Á spjall síðunni „Railroad.net“ er slúðrað um að nú reyni eignarhaldsfélagið að selja lestarhlutinn frá sér án vörumerkisins. Ku eignin vera seljanlegri án merkisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Reyndur maður þar á ferð!

Muna ekki allir eftir því að á árunum fyrir hrun þá var það stundað að kíla upp eigið fé fyrirtækja með því að eignfæra viðskiptavild og vörumerki. Út á þetta voru síðan tekin risavaxin bankalán, sem mörg hver fengust aldrei endurgreidd. Almenningur tapaði skrilljónum. Nú á að taka þennan kunnuglega snúning og draga engan annan en ríkissjóð inn í delluna. Fjármálaráðherra landsins tekur kynninguna á dílnum að sér enda man hann manna best eftir hrunárunum. Reyndur maður þar á ferð!   


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: