- Advertisement -

Ríkisstjórn séra Jóna

Fjármagnseigandi, til dæmis Þorsteinn Már hjá Samherja, greiðir í mesta lagi 13 prósent skatt af fjármagnstekjum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna mismunar fólki efnahags- og skattalega. Hér eru einungis fjögur dæmi:

Dæmi 1

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fjármagnseigandi, til dæmis Þorsteinn Már hjá Samherja, greiðir í mesta lagi 13 prósent skatt af fjármagnstekjum. Á sama tíma greiðir meðal launþegi 27 prósent skatt af launum þegar búið er að taka tillit til persónuafsláttar.

Dæmi 2

Fjármagnseigandi greiðir skatt af rauntekjum á meðan launþegi greiðir skatt af nafntekjum.

Dæmi 3

Einstaklingur sem hefur verið lengur en fáeina mánuði á atvinnuleysisskrá fær strípuð atvinnuleysislaun. Á sama tíma heldur hlutabótafólkið stórum hluta launa eins og þau voru fyrir faraldurinn.

Dæmi 4

Sjálfstætt starfandi aðili getur stofnað einkahlutafélag og tekið hluta af sínum tekjum út sem arð. Þannig getur viðkomandi lækkað skattbyrði sína um 28 prósent.

Það eru ekki allir Jónar jafnir hjá Bjarna Ben, Katrínu Jak og Sigurði Inga!  


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: