- Advertisement -

Ríkisstjórnin og rokkstjarnan hafa misst tökin, hætta á ferð

Valdhafarnir ákváðu að fórna hagsmunum heimilanna á altari aukinnar auðsöfnunar hinna fáu.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Handhafar valdsins í efnahagsmálum hafa misst tökin á hagstjórninni. Verðbólgan er á hraðri uppleið og stefnir í 4,4 prósent yfir árið á meðan hún mælist vart í Danmörku og Svíþjóð enda löndin með stöðugan gjaldmiðil. Nýjustu upplýsingar umreiknaðar yfir á ársgrundvöll sýna að bólgan er að nálgast 4,1 prósent. Tug milljarða inngrip stjórnvalda inn á gjaldeyrismarkað hafa litlu sem engu skilað varðandi virði krónunnar. Hún veikist markvisst. Afleiðingin  er minnkandi gjaldeyrisvarasjóður, sem aftur eykur ytri áhættu þjóðarbúsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samhliða vaxandi verðbólgu þá eykst atvinnuleysið þvert á úreltar kenningar hagfræðinnar. Valdhafarnir ákváðu að fórna hagsmunum heimilanna á altari aukinnar auðsöfnunar hinna fáu eins og til dæmis sægreifa. Lausatökin taka á sig ýmsar myndir og sýnir meðfylgjandi stöplarit eina þeirra. Borinn er saman vaxtakostnaður á 30 ára íbúðaláni á Norðurlöndum sem hafa eigin krónu sem sinn gjaldmiðil. Lang dýrast er að taka lánið á Íslandi eins og áður. Seðlabankinn heykist á að færa stýrivextina niður í núll prósent eins og þeir eru á hinum Norðurlöndunum. Síðan láta magnbundin uppkaup ríkisskuldabréfa á sér standa þrátt fyrir yfirlýsingar rokkstjörnunnar um annað. Hvoru tveggja er verðbólguhvetjandi við núverandi aðstæður. Íslandsbanki er byrjaður að hækka eigin útlánsvexti þannig að bláa súlan er á uppleið. Íslenska krónan verður dýrkeyptari í samanburði við aðrar Norðurlandakrónur. Það er einfaldlega kominn tími á nýja valdhafa, ný stjórnmál. Fólk með nútíma hugsun í stað varðhunda sérhagsmuna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: