- Advertisement -

Ríkisstjórnina brestur hæfni

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

„Báðir flokkar haga sér sem gólfmottur Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum.“

Hafi einhver velkts í vafa um að Framsóknarflokkur og Vinstri græn séu veiklundaðir flokkar þá ætti vafinn að vera horfinn. Báðir flokkar haga sér sem gólfmottur Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. Hegðunin kristallast best í því þegar öllum sóttvörnum var fórnað í nafni meints fullnaðarsigurs á kóvít-19 veirunni. Fagnað var eins og um heimsmeistaratign væri að ræða. Ísland var öðrum þjóðum fremri samkvæmt hinum lítt reynda og óábyrga stjórnmálamanni Áslaugu Örnu. Sjálfstæðisflokkurinn frekjaðist áfram í nafni sérhagsmuna og ímyndaðs frelsis við núverandi aðstæður. Árangurinn er sundurlyndi meðal þjóðarinnar gagnvart nýjum sóttvörnum og yfirvofandi skerðingar á athöfnum.

Deltaveiran er ekki nýtilkomin og ekki heldur vitneskjan að bóluefnin virka verr gagnvart afbrigðinu. Sum virka jafnvel illa. Það er heldur ekki nýtt að ýmis lönd eru í miklum vandræðum með deltaafbrigðið og má þar til dæmis tiltaka Indland, England og Suður Afríku. Samt tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að opna landið upp á gátt, bæði innanlands og á mærum landsins. Frjáls innflutningur deltaafbrigðisins var heimilaður að kröfu Sjálfstæðisflokksins.

Ef Framsókn og Vinstri græn væru ekki svona veiklunduð þá væri staðan í dag betri og bjartari. Ríkisstjórnin kaus aftur á móti Bankastrætistrylling þrátt fyrir bestu manna vísindaráð að lönd færu sér að engu óðslega. Við hefðum einfaldlega getað gert hlutina í smærri og sjálfbærari skömmtum. Sígandi lukka er best. Ríkisstjórnin er óhæf.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: