- Advertisement -

Rokna verðbólguris á evrusvæðinu

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Það sem eykur enn frekar á vandann er að stærsta hagkerfi evru svæðisins, Þýskaland, mælist nú með 10,9 prósent ársverðbólgu.

Það er ekki bara í Þýskalandi sem verðbólgan er á harðahlaupum. Nýjustu verðlagstölur evru svæðisins sýna að ársbólga er komin í 10 prósent samanber myndin. Bólguaukningin í september var 1,2 prósent frá fyrra mánuði, sem er sögulegu séð mikið. Verra er þó að undirliggjandi verðhækkanir eru einnig á hraðferð, en þær voru 1 prósent milli síðustu tveggja mánaða. Það er tvöföldun frá tveimur mánuðum þar á undan eftir að júní og júlí sýndu kærkomna hjöðnun.

Lærdómur myndarinnar er að þrátt fyrir hlé á hraðaaukningu verðhækkana á tímabilinu frá október til desember árið 2021 þá hefur ekkert lát verið á verðhækkunum síðan þá. Kyrrstaðan var sem sagt ekki annað en svikalogn. Það sem eykur enn frekar á vandann er að stærsta hagkerfi evru svæðisins, Þýskaland, mælist nú með 10,9 prósent ársverðbólgu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þó verðbólga hafi hopað lítillega síðustu tvo mánuði hér á landi þá er Ísland ekki ónæmt fyrir þróun mála í Evrópu enda landið með opið hagkerfi. Þegar komið verður inn í vetur komandi þá tel ég að óbreyttu að árshækkanir verðlags verði í og yfir 12 prósentum á Íslandi. Inn í mat mitt þá hef ég ekki tekið tillit til væntanlegra kjarasamninga, en álít að krónan eigi eftir að lenda undir auknum þrýstingi í veikingarátt. Þá vaknar spurningin hversu lengi Seðlabanki Íslands ætlar að halda úti glórulausri baráttu gegn því að skrá verð krónunnar rétt á tímum þegar viðskiptahalli landsins er vaxandi vandamál og tvísýnt getur verið með árangur ferðaþjónustunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: