
Jóhann Þorvarðarson:
Verðbólga hérlendis og hjá tveimur stórum nágrönnum beggja vegna Atlantsála hefur hopað tvo mánuði í röð, en varast skal andvaraleysi. Ég tel að verðbólgan muni fara yfir 12 prósent að óbreyttu.

Nýjar verðbólgutölur komu út í hádeginu í Þýskalandi og þær voru vondar. Ársverðbólga hækkaði úr 8,8 prósentum og upp í 10,9 prósent á einum mánuði samanber myndin. Hækkunin samsvarar 2,1 prósentustigi. Það telst vera mjög mikið.
Lærdómur myndarinnar er að þó verðbólga hopi í 2-3 mánuði við núverandi aðstæður þá er enginn sigur unninn. Hjöðnun bólgunnar niður í 5,1 prósent í Þýskalandi reyndist vera svikalogn. Augljóst er að mikill slagkraftur er í undirliggjandi þáttum verðhækkana. Verðbólga hérlendis og hjá tveimur stórum nágrönnum beggja vegna Atlantsála hefur hopað tvo mánuði í röð, en varast skal andvaraleysi. Ég tel að verðbólgan muni fara yfir 12 prósent að óbreyttu.