- Advertisement -

SÁÁ: Nú er víst stórkostleg eftirspurn eftir þeim sem enga samninga geta gert

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er graf úr skýrslu Þórarins Tyrfingssonar um meðferðarstarf SÁÁ. Það sýnir framlag samtakanna til meðferðarinnar. Ég setti rauðan kassa kringum þann tíma sem ég var formaður. Ég leit á mitt helsta verkefni að ná til samtakanna þeirri miklu inneign sem þau áttu meðal þjóðarinnar, auðvelda fólki að styðja samtökin. Munurinn er toppnum 2013 og stöðunni frá Hruni eru um 300 m.kr. á verðlagi 2016 eða 335 m.kr. á verðlagi dagsins í dag.

Ég rakst á þetta graf þegar ég var að forvitnast um stöðuna á SÁÁ. Ég leit á það sem hlutverk framkvæmdastjórnar að afla fjár og styrkja með því samtökin og reksturinn, bæði með því að gera samninga við ríki, borg og aðra slíka aðila og afla fjár frá almenningi. Það virðist hafa gleymst. Nú er víst stórkostleg eftirspurn eftir þeim sem enga samninga geta gert og vilja skera niður, reka fólk og berja á starfsfólkinu. Hvað er það?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: