- Advertisement -

Salan á Kerecis fer bakdyramegin inn

Jóhann Þorvarðarson:

Salan á Kerecis sýnir hversu vandræðalegt það er að hafa íslenska krónu í stað evru. Stór innstreymisalda getur sett allt á hliðina eða valdið verðbólgu ef streymið er í hina áttina.   

Því hefur verið haldið fram  að salan á Kerecis lækki verðbólgu því verð á innfluttri vöru og þjónustu muni lækka samhliða sterkara gengi krónunnar. Það væri hrein spákaupmennska að ganga út frá slíku.

Í janúar árið 2002 þá kostaði evran 90 krónur og ársverðbólga mældist 9,4 prósent. Rúmum fjórum árum síðan eða í ágúst 2006 þá kostaði evran það sama og verðbólga var enn á svipuðum slóðum eða 8,6 prósent. Atvinnuleysi var lítið og þensla í gangi vegna mikils innstreymis erlends fjár. Þið munið hrunabankana og öll erlendu lánin. Þarna á milli þá styrktist evran niður í 72 krónur og verðbólga lækkaði niður í 1,4 prósent, en endaði síðan á svo til sama stað.  Staðan í dag er allt önnur en þá!

Líklegt er að aðeins hluti af söluandvirði Kerecis komi inn í íslenskt hagkerfi og að það sem kemur inn mun vætla í smáum skömmtum til landsins. Ef innstreymið verður aftur á móti mikið á skömmum tíma þá mun Seðlabanki Íslands grípa inn í og gleypa innstreymið fram hjá markaðnum. Hann er í þörf að snúa við öllum inngripunum sem hafa verið í hina áttina á umliðnum árum til að viðhalda gjaldeyrisforðanum. Nú eða til að greiða niður erlend lán.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jóhann:

Ef Seðlabankinn myndi leyfa umtalsverðum stabba úr þessari Kerecis sölu að fara í gegnum gjaldeyrisborð bankanna að þá myndi það mögulega kippa rekstrargrundvellinum snögglega undan atvinnugreinunum og atvinnuleysi rjúka upp.

Bankinn greip inn í þegar tiltekinn erlendur fjárfestingarsjóður ákvað að yfirgefa krónuhagkerfið með kóvít-19. Þá var um mun lægri fjárhæð að ræða en nú er. Viðskiptin fóru sem sagt ekki í gegnum gjaldeyrisborð bankanna þriggja heldur í gegnum Seðlabankann og reikninga hans erlendis. Áhrifi voru því engin á krónugengið

Staða Seðlabanka Íslands í dag er önnur en hún var í upphafi aldarinnar. Nú á bankinn risavaxinn gjaldeyrisforða. Svo er hagkerfið öðruvísi uppbyggt og má þar nefna ferðaþjónustuna og fjölda nýsköpunarfyrirtækja. Ef Seðlabankinn myndi leyfa umtalsverðum stabba úr þessari Kerecis sölu að fara í gegnum gjaldeyrisborð bankanna að þá myndi það mögulega kippa rekstrargrundvellinum snögglega undan atvinnugreinunum og atvinnuleysi rjúka upp. Salan á Kerecis sýnir hversu vandræðalegt það er að hafa íslenska krónu í stað evru. Stór innstreymisalda getur sett allt á hliðina eða valdið verðbólgu ef streymið er í hina áttina.       


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: