- Advertisement -

Samdrátturinn: Landsframleiðslan dregst saman um 4,9 prósent

Úr Hagspá Jóhanns Þorvarðarsonar:

Þrátt fyrir fordæmalausa stöðu í heiminum þá lækkaði launasumman aðeins um 2,8 prósent fram til loka maí samanborið við fyrra ár. Inn í þetta spilar hlutabótaleiðin, laun í uppsagnarfresti og almennar hækkanir launa. Umræddar tvær aðgerðir stjórnvalda tefja aftur á móti nauðsynlega hagræðingu  ferðaþjónustunnar og einnig endurreisn hagkerfisins.

Efnahagshögg ársins er því  mildað og vandinn færður til í tíma. Afleiðingin er að einkaneysla dregst einungis saman um 4,5 prósent á árinu þrátt fyrir stökkbreytt atvinnuleysi. Aukning samneyslu upp á 8,2 prósent mun einnig vinna gegn samdrættinum. Síðan mun kröftug fjárfesting hins opinbera upp á 25,9 prósent toga kerfið í rétta átt. Nýfjárfesting í íbúðarhúsnæði mun einungis minnka um 10 prósent eftir mikla aukningu á síðasta ári. Hér skipta hagstæð vaxtakjör miklu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýjar útlánatölur sýna mikið líf á fasteignamarkaði og má búast við að lífeyrissjóðirnir taki við sér og verji markaðsstöðu sína hvað lán til íbúðarkaupa varðar. Það gæti þrýst vöxtum enn neðar. Atvinnuvegafjárfesting mun aftur á móti dragast mikið saman á árinu eða um 27 prósent. Samandregið þá munu þjóðarútgjöld minnka um 3 prósent. Óhagstæð breyting á inn- og útflutningi dekkir síðan myndina til og er áætlað að landsframleiðslan dragist saman um 4,9 prósent yfir árið.

Hér er hægt að lesa Hagspána í heild.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: