„Ráðherrann hefur kosið að hlusta ekki á rök okkar heimamanna. Við getum ekki sætt okkur við þetta.“

Fréttir

Samherjar þrengja að Kristjáni Þór

By Miðjan

July 19, 2014

Stjórnmál Heimildir segja að fleiri stjórnarþingmenn en Elsa Lára Arnardóttir séu ósáttir með ákvörðun, Kristjáns Þórs Julíussonar heilbrigðisráðherra, um að fækka og sameina heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni.

Elsa Lára hefur tjáð sig opinberlega um ákvörðun ráðherrans. Hún sagði meðal annars: „Afar brýnt er að mínu mati að endurskoða þessa ákvörðun og hefja tafarlaust samvinnu og samráð við íbúa sveitarfélaganna sem hér um ræðir.“  Heimildir Miðjunnar segja að það séu ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi sem eru ósáttir og að þrýst verði á ráðherrann að endurskoða ákvörðunina. „Ef eitthvað bendir til þess að þjónustustig verði lækkað eða fjármagn verði minnkað þá er ekkert annað hægt að gera en að leggja fram breytingu á lagafrumvarpi sem tryggi fjármagn, þjónustustig og fleira sem skiptir máli í þessu samhengi,“ skrifaði Elsa Lára þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.