- Advertisement -

Samherjastjórnin með nýja fjárgjöf

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Persónuafsláttur almennings er skorin niður en skattafsláttur hinna ríku er aukinn.

Frá og með áramótum 2021 hefur persónuafsláttur launþega lækkað um 9,2 prósent á þremur árum eins og myndin sýnir. Á sama tíma tvöfaldast frítekjumark peninga. Hér sést vel hver forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er þar sem Samherjaflokkurinn ræður því sem hann vill ráða. Persónuafsláttur almennings er skorin niður en skattafsláttur hinna ríku er aukinn.

Frítekjumarkið gagnast fyrst og fremst efnafólki og er svo sannarlega ekki eina skattasporslan sem launþegar niðurgreiða. Samt notar efnafólk innviði samfélagsins jafnmikið, ef ekki meira. Allt er nú þetta í boði Vinstri grænna og Framsóknar sem þjóna Samherjaflokknum. Flokkarnir hafa glatað erindi sínu og svikið eigin kjósendur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: