- Advertisement -

Samherji og Alþingiskosningarnar

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Sönnunargögnin eru borðleggjandi í málinu og því þarf ekki að efast um hvernig lyktir mála verða fyrir íslenskum dómstólum.

Við yfirlestur greinargerðar Namibískra ríkissaksaksóknarans og þeim gögnum sem fylgja greinargerðinni m.a. tölvupóstsamskiptum yfirstjórnar Samherja, þá blasir það við að mútugreiðslur til Namibískra ráðamanna fóru fram með vitund og samþykki yfistjórnar Samherja.

Í ljósi fyrirliggjandi gagna þá eru skýringar Samherja sem ganga út á að koma sökinni alfarið á uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson og hvítþvo yfirstjórn fyrirtækisins, beinlínis kjánalegar. Sönnunargögnin eru borðleggjandi í málinu og því þarf ekki að efast um hvernig lyktir mála verða fyrir íslenskum dómstólum.

Samherjamálið::

Sönnunargögnin eru borðleggjandi í málinu og því þarf ekki að efast um hvernig lyktir mála verða fyrir íslenskum dómstólum.

Fyrir réttarvörslukerfið skiptir máli að það fái almennan stuðning til að beita nauðsynlegum heimildum t.d. frystingu eigna til þess að ekki sé hægt að skjóta þeim undan ef til sakfelllingar kemur. Sönnunargögnin eru borðleggjandi í málinu og því þarf ekki að efast um hvernig lyktir mála verða fyrir íslenskum dómstólum. Þegar Helga Vala þingmaður Samfylkingarinnar mælti fyrir því að umræddu úrræði yrði beitt til að gæta að almannahagsmunu, þá varð hún fyrir aðkasti m.a. frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Dæmi eru jafnframt um að þingmenn flokksins hafi réttlætt starfrækslu alræmdrar skæruliðadeildar Samherja.

Áhrif Samherja á íslenska stjórnkerfið og fjölmiðla er greinilega enn talsverður og þá einkum á Morgunblaðið. Tengslin við Sjálfstæðisflokkinn eru augljós en áhrifin einnig mikil á aðra flokka. Fyrrum stjórnarformaður Samherja og trúnaðarvinur sakbornings í Samherjamálum situr við ríkisstjórnarborðið og fer með málefni sjávarútvegsins.

Það er ef til vill lýsandi um hvernig forráðamenn Samherja meta stöðu sína og völd að í kjölfar þess að málefni fyrirtækisins voru rædd sl. vor á Alþingi, þá voru ráðherrar og þingmenn rukkaðir bréflega af lögmanni fyrirtækisins um skýringar á afstöðu sínni og orðum.Hægt er að ganga út frá því sem vísu að aðili sem hefur á umliðnum misserum reynt að hafa áhrif á niðurstöður í kosningu í blaðamannafélagi, prófkjöri og með því að hrella ráðamenn með bréfaskriftum, muni reyna að hafa áhrif á kosningabaráttuna sem mun fara á fulla ferð á næstu vikum.

Það hefur verið talsverð umræða um hver áhrif Covidfaraldursins verði á komandi kosningar en minna farið fyrir nauðsynlegri umræðu um áhrif fjrásterkra sérhagsmunaafla á íslensk stjórnmál.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: