- Advertisement -

Samtal við þekktan kapítalista!

Páll gleymdi alveg að rifja upp fyrir okkur að hann sjálfur fékk 22 milljónir í starfslokagreiðslur fyrir nokkrum árum.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Fljótlega eftir að ég kom heim úr framhaldsnámi fyrir margt löngu átti ég spjall við landsþekktan kapítalista. Hans ær og kýr eru úreltar kenningar um allsherjar lausnir markaðarins á öllum sviðum þjóðfélagsins. Honum finnst nefnilega að hver og einn eigi að ota sínum tota. Peningar eru æðri öðrum þáttum lífsins. Hið opinbera á helst ekki að vera til.

Tal okkar barst að lagafrumvarpi þar sem byrja átti að setja vexti á námslán. Áður var búið að verðtryggja slík lán. Kapítalistanum var það mikilvægt að þetta mál næði fram að ganga. Ég spurði frjálshyggjuþórinn hvort hann hafi tekið námslán í eigin háskólanámi. Hann játti því og upplýsti að hann borgaði hvorki verðbætur né vexti. Þannig að á endanum þarf hann ekki að borga nema brota brot af upphaflegu láni. Verðbólga étur lánið upp. Ég spurði hvort honum þætti þetta sanngjarnt og hvort hann vildi ekki breyta eigin láni yfir í verðtryggt með vöxtum og vera góð fyrirmynd. „Kemur ekki til greina. Ég er ekki að gefa frá mér svona góðan deal“ var svarið.“ Einmitt hugsaði ég.

Mér kom þetta samtal til hugar þegar Páll Magnússon þingmaður var að fárast nýverið í útvarpi yfir skaðabótum til Ólínu Þorvarðar upp á ígildi 20 milljóna. Hann var svo hneykslaður að hann náði ekki upp í sitt lágvaxna nef. Bæturnar eru samt greiddar vegna axarskafta Páls í störfum fyrir Þingvallanefnd. Málið er bara að Páll gleymdi alveg að rifja upp fyrir okkur að hann sjálfur fékk 22 milljónir í starfslokagreiðslur fyrir nokkrum árum þegar hann hrökklaðist frá störfum útvarpsstjóra RÚV. Þökk sé Ólínu að minna okkur á þetta og fylla upp í myndina. Ásjóna Páls er nú ósköp ræfilsleg eftir gönuhlaupið!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: