- Advertisement -

Samtök atvinnulífsins áfram í ruglinu!

Færri vinnustundir endurspegla meiri velsæld!

Samtök atvinnulífsins áfram í ruglinu!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Samtökin halda áfram sínum falska áróðri. Segja enn og aftur að laun hér á landi séu góð í alþjóðlegum samanburði. Núna í gær birtu samtökin frétt á heimasíðu sinni sem Mogginn apar upp gagnrýnislaust eins og oft áður. Fyrirsögn frétttarinnar er „Heildarlaun opinberra starfsmanna hærri á Íslandi en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð„. Greinin snýst síðan ómálefnalega um þessaa fyrirsögn. Af greininni að dæma er ætlunin að koma því inn hjá lesandanum að launþegar eigi bara að vera sáttir!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Staðhæfingin segir manni minna en ekkert. Hvað ef ég segði að hitastigið úti sé 15 gráður. Lesandinn myndi kannski hugsa það er ansi gott og væri gaman að taka stuttan göngutúr í þessu veðri. En ef ég bæti við að það sé úrhelli, sannkölluð Flórída rigning. Tja, það myndi segja lesandanum meira og hugsanlega eyða að mestu áhuga á göngutur. Og ef ég bæti enn við og upplýsi að það séu 40 vindstig úti, þá hygg ég að áhugi á göngutúr sé alveg horfinn. Sem sagt meiri upplýsingar fylla upp í myndina og auðvelda að dregnar séu gáfulegar ályktanir!

Ef það hefði fylgt staðhæfingu Samtakanna að verðlag á Íslandi sé mun hærra en á hinum Norðurlöndunum þá bætir það myndina. Og ef samanburður á verði matarkörfu venjulegrar fjölskyldu myndi fylgja þá fyrst væri hægt að draga gáfulegar ályktanir. Samtökin höfðu ekki áhuga á þessu enda myndi það eyðileggja falskan áróður Samtakanna.

Samtök gerir líka aðra vitleysu. Þau fjalla ekkert um það hvað mikil fyrirhöfn er að baki tekjuöfluninni, þ.e. fjöldi vinnuklukkustunda vantar í samanburðinn. Færri vinnustundir endurspegla meiri velsæld! Þetta kemur ekki á óvart enda eru samtökin orðin þjóðþekkt fyir óvönduð vinnubrögð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: