Greinar

SDG: Hræðileg meðferð á miðbænum

By Ritstjórn

February 05, 2020

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki sáttur við komandi nýbyggingu Alþingis. Hann skrifar um þetta á vefnum sigmundurdavid.is.

Þar segir til dæmis:

Hræðilegt er að horfa upp á hvernig farið hefur verið með gamla miðbæinn í Reykjavík á undanförnum árum.“

Og síðar: Húsið sem til stendur að reisa er teiknað af mjög færum arkitektum (sem hafa unnið afrek bæði í gömlum stíl og nýjum) en það ætti betur heima í Borgartúni en í miðpunkti gamla bæjarins í Reykjavík. Á tölvugerðum myndum virðist húsið bjart og nánast litríkt (röndótt). En eins og dæmin sanna er lítið að marka tölvugerðar myndir af slíkum húsum (klassísk hús líta jafnan betur út í raunveruleikanum en á teikningum en tískuhús mun síður).