- Advertisement -

Seðlabankinn er stútfullur af peningum!

Annað atriðið er að of stór gjaldeyrisforði getur ýtt undir verðbólgu.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Fjárhirslur seðlabankans eru yfirfullar. Hægt er að losa hundruð milljarða með því að minnka gjaldeyrisforða bankans án þess að stefna stöðugleika í hættu og nota í annað!

Staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum er góð og allt önnur en hún var þegar hrunið skall á. Hér á ég við jákvæðan viðskiptajöfnuð og jákvæða erlenda eignastöðu sem nemur 21% af landsframleiðslu. Þetta hlutfall var -237% í árslok 2008. Einnig er að gjaldmiðlar hafa verið mjög stöðugir undanfarin 10 ár.

Forðinn hefur þannig vaxið um tæplega 470 milljarða umfram vöxt hagkerfisins á sama árabili.

Mikilvægara er að Ísland er aftur komið með afbragðs gott aðgengi að erlendum fjármálamörkuðum og traust hefur áunnist. Lánshæfi landsins er komið í A flokk sem endurspeglast í að ríkissjóður getur tekið erlend lán á nálægt núll prósent vöxtum.

Þessi súper góða staða endurspeglast ekki í stærð gjaldeyrisforða seðlabankans sem er of stór. Ef forðinn sem hlutfall af landsframleiðslu er skoðaður þá situr Ísland í 5 sæti heimslista þróaðra hagkerfa. Hlutfallið hér á landi er 26,5% og er 91% stærra en í Noregi, 182% stærra en í Svíþjóð, 347% stærra en í Bretlandi og 428% stærra en í Kanada. Svona heldur samanburðurinn áfram.

Í dag stendur gjaldeyrisforðinn í um það bil 800 milljörðum, en hann var 163 milljarðar árið 2007 (árið fyrir hrun). Forðinn hefur þannig vaxið um tæplega 470 milljarða umfram vöxt hagkerfisins á sama árabili.

Því sjónarmiði hefur verið haldið á lofti að trúverðugleiki krónunnar aukist með stærð gjaldeyrisforðans. Þetta er fyrst og fremst viðhorf sem ekki er stutt stæðilegum kenningum. Staðreyndin er að stærð gjaldeyrisforðans skiptir litlu þegar á hólminn er komið. Það eru aðrir þættir sem eru mikilvægari. Ef fjármálamarkaður heimsins hnyklar vöðvana í einhverri krísu þá verður fall krónunnar ekki stöðvað með 800 eða 2.000 milljörðum í varasjóð. Inngrip seðlabankans á gjaldeyrismarkað munu líta út eins og spýtnabrak þegar markaðurinn er búinn að hreyfa sig.

Sú þjóð sem rekin er með viðvarandi viðskiptahalla og vaxandi halla á fjárlögum er Bandaríkin. Þar er hlutfall gjaldeyrisforðans aðeins 0,6%. Þar hefur áhrif sterk staða dollars sem þrautavara mynt í heiminum. Þetta lága hlutfall segir samt sem áður mikið. Þannig að hinn stóri gjaldeyrisforði á Íslandi byggir á viðhorfi og óþarfa ótta frekar en einhverju öðru.

Nú þegar umræða um fjárlög næsta árs fara brátt af stað mega þingmenn muna eftir þessum fjármunum sem standa ónotaðir upp í seðlabanka.

Viðhorfinu á Íslandi má breyta og allt sem til þarf eru hyggindi. Hafa þarf þrennt hugfast í þessum efnum. Fyrsta atriði er að hagkerfi Íslands er mun fjölþættara en fyrir 10 árum og getur betur mætt áföllum. Annað atriðið er að of stór gjaldeyrisforði getur ýtt undir verðbólgu. Þriðja atriði er að það sem olli hruninu árið 2008 er afar ólíklegt til að endurtaka sig. Við sem þjóð höfum lært að láta ekki óvita og spennufíkla keyra hagkerfið áfram. Áorðnar lagabreytingar koma í veg fyrir þá endurtekningu. Við erum þó með þá áhættu að hrunamaður situr í stól seðlabankastjóra og voru það stór mistök hjá Katrínu Jak að ráða hann.

Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá er vönduð efnahagsstjórn, aðgengi að alþjóða fjármálamörkuðum og traust mikilvægara en stærð gjaldeyrisforðans þegar þróuð hagkerfi eiga í hlut. Bretland sem dæmi stendur frammi fyrir áskorunum vegna Brexit og er pundið undir miklum þrýstingi þessi misserin. Breski seðlabankinn er með gjaldeyrisforða sem nemur 6% af landsframleiðslu og treystir hann á önnur úrræði en stóran forða til að styðja við pundið.

Nú þegar umræða um fjárlög næsta árs fara brátt af stað mega þingmenn muna eftir þessum fjármunum sem standa ónotaðir upp í seðlabanka. Þá má nota sumpart til að örva hagkerfið, efla velferðarkerfið og minnka erlendar skuldir ríkissjóðs sem standa í 125 milljörðum. Lækkun skuldarinnar minnkar ytri áhættu þjóðarbúsins sem er eftirsóknarvert!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: