- Advertisement -

Seðlabankinn í ógöngum

Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum fáu dögum keypt krónur fyrir 12 milljarða króna.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ég hef margsinnis varað við því að inngrip á gjaldeyrismarkað breytir ekki stefnu gjaldmiðla. Þegar vel lætur þá virka inngrip eins og hraðahindrun í bílaumferð. Stefnan breytist ekki, en hraðinn minnkar tímabundið. Samkvæmt mínum upplýsingum þá hefur Seðlabanki Íslands á undanförnum fáu dögum keypt krónur fyrir 12 milljarða króna. Þar með lækkar seðlaforði bankans í erlendum gjaldmiðli samsvarandi eða um 6 prósent. Hann er núna kominn í 198 milljarða króna. Samt heldur krónan áfram að veikjast. Bara aðeins hægar í stuttan tíma.

Síðan að umræða um kórónuveiruna hófst að ráði í heiminum þá hefur krónan veikst um 18 prósent gagnvart dollar, 15 prósent gagnvart evru og 11 prósent gagnvart breska pundinu. Allt rýrir þetta kaupmátt launþega. Lauslega áætlað þá er verið að rýra kaupmátt almennings um allt að 180 milljarða og styðja útflutningsgreinar um sömu fjárhæð, til dæmis Bláa Lónið. Þetta er um það bil 50 þúsund krónur á hvern starfandi mann á mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir þetta stórslys með því að taka krónuna af markaði tímabundið þegar kórónufaraldurinn reið yfir heiminn. Þau kusu aftur á móti frekar að rýra kaupmátt almennings. Þetta var afar heimskulegt val og er að koma í bakið á okkur. Ég segi nú bara eins og fyrrverandi forseti landsins hann Ólafur Ragnar Grímsson sagði þegar hann var að mæra útrásar-víkingana „You ain‘t seen nothing yet“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: