Fréttir

Seðlabankinn lækkar vexti

- Landsbankinn gerir ráð fyrir að Seðlabankinn lækki stýrivextina í næstu viku.

By Miðjan

May 10, 2017

„Lág verðbólga síðustu ár, stöðugar verðbólguvæntingar nálægt markmiði, veruleg verðhjöðnun verðlags án húsnæðiskostnaðar ásamt lækkun jafnvægisraunstýrivaxta gefa fullt tilefni fyrir peningastefnunefndina að fikra sig áfram í lækkun stýrivaxta en peningastefnunefnd tilkynnir ákvörðun sína 17. maí næstkomandi,“ þetta segir í Hagsjá Landsbankans.

Þar segir og: „Við gerum ráð fyrir að peningastefnunefnd lækki stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi en vaxtaákvörðunin verður tilkynnt 17. maí næstkomandi. Óvissan í kringum vaxtaákvörðunina nú er meiri en oft áður og helgast það helst af því að nú verða gefin út Peningamál með nýrri þjóðhags- og verðbólguspá. Nefndin mun því styðjast við nýja spá sem kann að breyta nokkuð þeim forsendum sem hún hefur haft til að styðjast við í síðustu þremur ákvörðunum. Við teljum að nefndin muni einkum íhuga óbreytta vexti eða lækkun upp á 0,25-0,5 prósentur.“