- Advertisement -

Seðlabankinn segir evruna aðlaðandi

Þetta er lýsing á íslensku efnahagsvandamáli sem bæði er auðvelt og einfalt að losna við.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag kom fram í máli fulltrúa Seðlabankans að Ísland væri ekki komið í var með verðbólguna, sem er hærri en allt í kringum okkur. Síðan sagði að krónan ætti inni styrkingu þegar ferðaþjónustan færi á skrið og það myndi vinna gegn verðbólgunni. Áfram sagði að sterk króna væri ekki endilega góð fyrir aðrar atvinnugreinar. Ekki væri hægt að fara á sama stað með krónuna eins og var fyrir veirufaraldurinn mikla. Það þýðir að aðrar atvinnugreinar geta ekki vaxið. Inn í þetta spannst síðan umræða um hið mikla atvinnuleysi sem þjakar eyjuna. Þetta er í hnotskurn vandamálið við að vera með eigin örmynt.

Á síðustu misserum þá hefur bankinn sett nýtt met í inngripum á gjaldeyrismarkaði til að vinna gegn veikingu krónunnar. Fjárhæðin nálgast 200 milljarða sem notaðir hafa verið í vörnina plús 140 milljarða króna aukning erlendra skulda til að mæta fjárþörf ríkissjóðs. Miðað við skilaboð seðlabankans þá er vandinn að snúast við og bankinn þarf að fara í öfuga átt í inngripunum svo krónan styrkist ekki of mikið. Annars vinnur hún gegn öðrum atvinnugreinum. Þetta er lýsing á íslensku efnahagsvandamáli sem bæði er auðvelt og einfalt að losna við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef landið væri með evru þá væri þessi endalausi jafnvægisvandi ekki til staðar. Verðbólga væri lægri og atvinnuleysi miklu minna eins og ég hef rakið í eldri greinum. Vinnumarkaðurinn myndi aðlagast langvarandi stöðugleika fljótt með þeim árangri að hægt yrði að gera langtíma kjarasamninga. Einnig væri hægt að minnka báknið og losa um risavaxinn gjaldeyrisvarasjóð. Seðlabankinn er orðinn bæði of stór og of dýr í rekstri. Var ekki einhver að auglýsa báknið burt? Hér er tækifæri til að sýna stefnuna í verki eða flaggar Sjálfstæðisflokkurinn stefnumálinu bara í aðdraganda kosninga.  


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: