- Advertisement -

Segir héraðsdóm dæma stundum eins og hann sé byltingardómstóll

„Landsréttur er gagnrýndur fyrir að snúa of oft við sakfellingardómum héraðsdómara í kynferðisbrotamálum. Meginástæðan er sú að sumir dómar í héraði fara of oft fram með sakfellingar eins og menn séu ekki með öllu mjalla og álykta langt umfram það sem þeir geta leyft sér m.v. það sem fyrir liggur í málinu,“ skrifar Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttardómari.

„Svo rammt kveðjur að þessu að þegar fyrir liggur að framburður kæranda er ótrúverðugur t.d. vegna þess að hann hefur verið staðinn að alvarlegri ósannsögli þá segir dómari samt að hann sé trúverðugur. Stundum minna svona dómar mig meira á byltingardómstóla en dómstóla réttarríkisins. Hitt er annað mál að ég fagna vitundarvakningu varðandi þessi brot en saklausir hausar mega ekki fjúka í þeirri byltingu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: