- Advertisement -

Séra bændur og fátækir!

Já, bændur frekjast sem fyrr og planta sér fremst á garðinn eins og hrútum sæmir.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Bændur kunna þá list að standa vörð um eigin hagsmuni betur en aðrir. Eru sívælandi svo undirtekur í fjallasölum. Hagsmunagæslan nær að sjálfsögðu inn í valdamestu þingnefndina, Fjárlaganefnd Alþingis. Í þessari nefnd fá ríkisútgjöld til einstakra málaflokka framgang eða stöðvast. Formaður nefndarinnar er framsóknarmaðurinn Willum Þór Þórsson sem aldrei hefur verið í sveit. Varaformaðurinn er síðan bóndadurgurinn hann Haraldur Benediktsson.

Já, bændur frekjast sem fyrr og planta sér fremst á garðinn eins og hrútum sæmir.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Það má lengi vona að villuráfandi sauðirnir komist á leið og taki þátt í því að uppræta fátækt.

Í sumar þegar umræður um breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar stóðu yfir þá var ekki hróflað við árvissum peningagjöfum til bænda. Þeir fá sína fimm milljarða óskerta. Það var aftur á móti skorið niður hjá öldruðum, fötluðum og fátæku börnunum. Þessa stórmannlegu afstöðu hrútanna er ágætt að muna nú þegar umræður um fjárlög næsta árs eru byrjaðar.

Það má lengi vona að villuráfandi sauðirnir komist á leið og taki þátt í því að uppræta fátækt. Á endanum þá er það samfélaginu miklu ódýrara. Með sömu rökum og beitt er varðandi peningagjafir til bænda um að það efli hagvöxt og velsæld í sveitum landsins þá leiðir afnám fátæktar til aukins hagvaxtar. Aukinn kaupmáttur hinna fátæku örvar hagkerfið. Síðan má færa sterk rök fyrir því að skatttekjur ríkisins munu aukast umfram útgjöldin við að uppræta fátækt.

Við sem þjóð erum að glíma við glórulausa fordóma og heimsku örfárra valdhafa í garð fátæktar. Allt í boði Katrínar forsætisráðherra. Hinnar sömu og sagði hin fleygu orð að fátækir ættu ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Engar efndir koma úr hennar átt og á hún þau kosningasvik skuldlaust.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: