
Eftir upptöku evrunnar þá hefur Evrópa aldrei verið eins sterk og friðvænleg.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Evrópusambandið er friðar-, lýðræðis- og viðskiptabandalag. Eftirfarandi staðreyndir byggja á glænýjum viðhorfskönnunum Evrópuþingsins:
- 77% íbúa evrulandanna styðja myntsvæðið.
- 88% íbúa Evrópusambandsins (ES) er annað hvort sátt eða mjög ánægt með aðild að sambandinu.
- 79% íbúa ES er annað hvort sátt eða mjög ánægt með störf Evrópuþingsins.
- 58% íbúa ES vill að Evrópuþingið fái aukið vægi innan ES.
- 61% íbúa ES hefur góða eða ágæta þekkingu á störfum Evrópuþingsins.
- Íbúar landa þar sem lýðræði hefur ekki ríka hefð, t.d. fyrrum kommúnistaríki, telja lýðræði innan ES virka mun betur en lýðræðið heima fyrir. Telja ES vera vörn gegn mannréttindabrotum og bakhjarl fyrir þróun aukins lýðræðis heima.
Þú gætir haft áhuga á þessum
Eftir upptöku evrunnar þá hefur Evrópa aldrei verið eins sterk og friðvænleg. Myndar mótvægi gegn heimsvaldasinnum. ES og Evrópska efnahagssvæðið hefur gert aðildarlöndin nánari og er það ávinningur sem vert er að halda í að mati þegna Evrópusambandsins.