- Advertisement -

Siðrof Katrínar forsætisráðherra!

Ég fullyrði að komin er gjá milli Katrínar og þjóðarinnar.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Því meira sem maður veltir því fyrir sér þá er niðurstaðan samt alltaf sú sama. Ráðning Ásgeirs spádómsguð í stól seðlabankastjóra endurspeglar alvarlega firringu og glópsku hjá Katrínu forsætisráðherra.

Þegar Ásgeir var yfirmaður hjá spilavítinu Kaupþingi þá fékk fyrirtækið gjaldeyrisforða landsins til að spila með. Í dag er ekki enn þá búið að upplýsa í hvað peningarnir fóru og hvað endurheimtist ekki. Málið er óútskýrt og hér skiptir engu hvað rannsóknir seðlabankans á sjálfum sér segja. Skýr svör vantar!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jú, þeir voru sendir fyrst til „money haven“ í Lux. Þar koma fyrirtæki frá ýmsum skattaskjólum við sögu sem orðin eru góðvinir Íslands: Lindsor Holding, Marple Holding og M/Y Maria Ltd. Eignarhald á Lindsor sem fékk stóran hluta gjaldeyrisforðans rekur sig í gegnum fimm leynifyrirtæki og endar hjá Kaupþingi. Þar inn í blandast stjórnendur spilavítisins og góðvinir þess samkvæmt nýlegri frásögn Moggans. Samt komu peningarnir ekki til baka. Þeir enduðu í leynihít innmúraðra þjófa. Við erum að tala hér um nokkra tugi milljarða! Þetta er bankamenningin sem nýi seðlabankastjórinn tók þátt í að móta.

Þegar Katrín Jak forsætisráðherra réð Ásgeir í stól seðlabankastjóra þá var hún jafnframt að gera hann að yfirmanni alls gjaldeyrisforða landsins. Hann er tröllvaxinn þessi forði eða sirka 800 milljarðar að stærð. Ásgeir er sem sagt kominn hinum megin við borðið og sýslar með gjaldeyrisforðann okkar. Þvílík geggjun!

Hún sjálf hefur talaði gegn siðrofinu alveg frá hruni, en hvað varð um þær tuggur? Voru þær bara til skrauts fyrir kosningar.

Ég fullyrði að komin er gjá milli Katrínar og þjóðarinnar. Með ráðningu Ásgeirs er Katrín að hvítþvo og innsigla siðrofið sem opinberaðist endanlega í hruninu. Hún sjálf hefur talaði gegn siðrofinu alveg frá hruni, en hvað varð um þær tuggur? Voru þær bara til skrauts fyrir kosningar. Hér er ein tugga eftir mínu minni: skipuleggja þarf nýtt fjármálakerfi með nýjum viðhorfum og viðmiðum. Á heimasíðu Vinstri grænna segir orðrétt um fjármálakerfið „…. skapa þarf umgjörð um starfsemi samfélagsbanka sem starfa samkvæmt umhverfis- og samfélagssjónarmiðum„.

Takið eftir síðasta orðinu. Það endurómar einmitt vilja þjóðarinnar um að af-græðgisvæða bankana. Og viti menn Katrín telur einn af forkólfum spilavítisins bestan í að sitja á toppnum í þeirri vegferð. Þetta er náttúrulega eitt víðfaðma rugl og matrónan á það skuldlaust!

Spurningin núna er hvort Katrín skynji eigin stöðu rétt og víki? Ég held að hún muni fullyrða að hún sé kona fyrir sínum dyrum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: