Fréttir

Sigmundur útilokar ekki aðkomu þjóðarinnar

By Miðjan

March 23, 2014

„Ákvörðum sem er tekin án þess að spyrja þjóðina leyfis er að mínu mati ógild ákvörðun,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forstætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þegar hann var að svara spurningum um hvort hann fallist á þjóðaratkvæði um áframhald viðræðna við Evrópusambandið.

En stefnir í þjóðaratkvæði um þingsályktunina?

„Það stefnir ekki í þjóðaratkvæði um hvort þessi ríkisstjórn eigi að koma Íslandi í Evrópusambandið. En það útilokar ekki þjóðaratkvæðagreiðslu tengda ESB. Nú er verið að vinna þetta mál í utanríkismálanefnd og hver veit nema þar finnist niðurstaða sem getur sameinað sem flesta.“