Greinar

Sitthvað er Kristján Loftsson og öryrki

By Miðjan

October 30, 2020

Ráðherrar Íslands kippast við þegar Kristján Loftsson í Hvalnum sendir þeim tölvupóst. Þeir bregðast við með hraði. Allt skal gert sem ríki karlinn úr Hafnafirðir vill. Hér og nú.

Annað er þegar öryrkjar, meira að segja Öryrkjabandalagið sjálft, sendir Bjarna mestráðandi tölvupóst eftir tölvupóst. Þá ber öðruvísi við. Bjarni opnar ekki einu sinni póstinn. Hefur ekki vilja, ekki pláss og enga löngun til að svara þeim sem verst standa.

Öðru máli gegnir þegar ríki karlinn hóar. Þá er svarað með hraði.

Guðmundur Gunnarsson, oftast kenndur við Rafiðnaðarsambandið, skrifaði þetta rétt áðan:

„Grunnlaun þing­­manna hækk­uðu þá um tæpar 70 þús­und krónur á mán­uði í 1.170.569 krónur á mán­uð. Laun for­­sæt­is­ráð­herra hækk­uðu um 127 þús­und krónur á mán­uði í 2.149.200 krónur á mán­uði og laun ráð­herra hækk­uðu í 1.941.328 krónur á mán­uði, eða um 115.055 krónur á mán­uði. Og bætur öryrkja og grunnlífeyrir lífeyrisþega hækkaði í samræmi við verðbólguna og hækkun lægstu launa…….nei nei nei það er bara misskilningur hjá mér.“