
Jóhann Þorvarðarson:
Það má lengi telja upp ýmis önnur tilvik og mál sem endurspegla tryllinginn í valdagræðgi Katrínar og félaga, en þegar ríkisstjórnin loksins fellur í haust að þá munu engin tár falla nema hjá spillingargosum og siðferðisafbrotamönnum. Kosið verður nefnilega um siðferði þjóðarinnar í næstu Alþingiskosningum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er fyrir löngu búin að má út helstu siðferðisviðmið þjóðarinnar til að sitja sem fastast við völd þrátt fyrir augljóst getuleysi.
Nýjasta dæmið er að ráðherrann Ásmundur Einar Daðason þarf ekki að svara fyrir ásakanir ættingja um að hafa í tvígang brotist inn í í tvær fasteignir að Lambeyrum, sem að sögn sytranna í Lömbin þagna ekki voru framin í vitna viðurvist. Nægir víst að segja að hann hafi sagt sig frá deilunum svona eins og að það sýkni manninn. Viðbrögðin eru kunnugleg og í anda þess þegar formaður Framsóknar axlaði ekki ábyrgð á rasískum ummælum sínum um dökkan Íslending. Formaðurinn hélt víst að ef ekki fréttist að þá gæti hann átölulaust sett fram ósæmileg ummæli um litarhátt fólks.
Viðbrögðin eru einnig í anda þess að fjármálaráðherra landsins seldi pabba sínum hlut í ríkisbanka og að hann komst upp með að vera grímulaus á Þorláksmessu innan um fjölda fólks árið 2020. Kosningarsvindlið í Borgarnesi var síðan sópað undir teppið með málamyndarrannsókn leiddri áfram af undirsátanum Birgi Ármannssyni. Samherja-Namibíu málið hafði einnig engin áhrif á setu ríkisstjórnarinnar eða Kristjáns Þórs sem ráðherra. Sama má segja þegar flóttamönnum er hent út á götuna með takmarkalausu offorsi og ómennsku. Þá segir dómsmálaráðherra hið ósegjanlega að lögin virki sem skyldi.
Það má lengi telja upp ýmis önnur tilvik og mál sem endurspegla tryllinginn í valdagræðgi Katrínar og félaga, en þegar ríkisstjórnin loksins fellur í haust að þá munu engin tár falla nema hjá spillingargosum og siðferðisafbrotamönnum. Kosið verður nefnilega um siðferði þjóðarinnar í næstu Alþingiskosningum.