- Advertisement -

Sjálfskaði fjármálaráðherra?

Svo eigin orð fjármálaráðherra séu notuð þá hefur hann valdið sér sjálfskaða eða hvað?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Bjarni Ben fjármálaráðherra sagði þegar hann mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í síðustu viku að Þorvaldur Gylfason hefði valdið sér sjálfskaða. Síðar sama dag tók RÚV sjónvarpsviðtal við ráðherrann þar sem hann hafði þetta að segja orðrétt (málvillur eru ráðherrans):

„Ég tel að hann sé ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir okkur, ég held að með hans digru yfirlýsingum á undanförnum árum hafi hann og mjög vel sýnt það í verki að hann hvorki stutt ríkisstjórnir sem hér hafa setið og hann hef hmm harkalega mótmælt þeim.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Trump endar reglulega á því að vera ósammála sjálfum sér ef hann þá man hvað hann sagði.

Blaðamaður sagði; þetta er fræðirit og hann er fræðimaður á sínu sviði, hvers vegna skipta hans pólitísku skoðanir máli í þessu samhengi?

Fjármálaráðherra svaraði „Hver segir að hans pólitísku skoðanir skipti öllu máli, ég er bara að segja, ég hef enga skyldu til að tilnefna Þorvald né að fallast á tillögu um Þorvald. Hins vegar ef við viljum velta fyrir okkur hans skoðunum, ef menn eru að velta fyrir sér hvort að sé líklegt að hann geti verið í  samstarfi við Fjármálaráðuneytið undir minni stjórn um efnistök í blaðinu og annað þess háttar þá finnst mér það harla ólíklegt miðað við hans yfirlýstu skoðanir og hans afstöðu til ríkisstjórnarinnar.“

Blaðamaður spurði eru það ekki pólitískar skoðanir?

Fjármálaráðherra svaraði „Ég er að segja það er ekki það sem réði úrslitum í þessu máli, ég er bara einfaldlega frjáls af því að leggja til hvaða annan hagfræðing sem er sem mögulegan samstarfsaðila“.

Sem sagt, stjórnmálaskoðanir Þorvaldar skiptu máli, nei þær skiptu ekki öllu máli, jú þær skiptu  öllu máli.

Þetta viðtal rifjaði upp fyrir mér hvernig Donald Trump talar. Maður sem temur sér útúrsnúninga, talar út og suður. Já, og svarar líka út í hött. Trump endar reglulega á því að vera ósammála sjálfum sér ef hann þá man hvað hann sagði.

Munið þið þegar Trump sagði að Covid-19 veiran myndi hverfa á tveimur vikum eins og hver önnur flensa. Þegar það raungerðist ekki þá var ráðist á Kínverja og sagt að þeir hefðu framleitt veiruna á tilraunastofu og sent til Bandaríkjanna.

Svo eigin orð fjármálaráðherra séu notuð þá hefur hann valdið sér sjálfskaða eða hvað?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: