Fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn og dauði sósíalismans

By Miðjan

November 13, 2019

Mikið eru þau seinheppin bæði tvö, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Óli Björn Kárason, að skrif þeirra um ágæti kapítalismann og dauða sósíalismans, skuli birtast í Mogganum, einmitt í dag. Samherjadaginn mikla.

Verra gat það ekki verið. Hafi einhver stjórnmálastefna, í okkar samtíma, fengið duglega á baukinn þá er það einmitt sú stefna sem þau bæði tvö fylgja. Blint og gagnrýnislaust. Þeirra beggja er saknað í dag. Framlag þeirra til þess máls sem skekur allt samfélagið þarf að birtast. Hvað segja þau í dag?

Áslaug Arna: „Þess vegna megum við aldrei gefast upp í baráttunni fyrir auknu frelsi og frjálsum mörkuðum.“

Óli Björn: „Um leið og við stöndum traustan vörð um markaðshagkerfið – kapítalismann…“