- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn veldur fátækt

Hrunið var einungis léttvægur hiksti í koki bláa flokksins á leið að enn meiri ójöfnuði.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Á myndinni má  glögglega sjá hvernig tekjuójöfnuður milli lægstu og hæstu launahópanna þróaðist á árunum 1991 til 2018 eða í valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Ójöfnuður óx jöfnum skrefum. Hrunið var einungis léttvægur hiksti í koki bláa flokksins á leið að enn meiri ójöfnuði. Þetta endurspeglast í vaxandi fátækt á Íslandi og síauknum félagslegum vandamálum sem dýrt er að takast á við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjálfstæðismenn kvarta sífellt yfir of háum sköttum, kunna vart neitt annað. Raunhæfasta leiðin til að lækka skatta er að uppræta fátækt og efla viðskiptasiðferðið. Hvoru tveggja rennir traustum stoðum undir hagkerfið og eflir félagsauð þjóðarinnar.

Ég hef sýnt fram á það með útreikningum í eldri pistlum hér á Miðjunni að breytingar núverandi ríkisstjórnar á tekjuskattskerfinu sem tóku gildi um áramótin breyta ekki þeirri þróun sem myndin sýnir. Þvert á móti mun ójöfnuður halda áfram að aukast. Frásagnir um að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur allra stétta er lygasaga enda hefur fylgi flokksins hrunið af honum í formannstíð Bjarna Ben. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: