- Advertisement -

Skattahliðrun, skattasvig, skattaforðun eða hvað ríka fólkið kallar skattaundanskot

Gunnar Smári skrifar:

Ef þetta væri skattlagt sem gjöf, ættu börnin að borga um 50 milljarða í skatta (færi þá undir tekjuskatt) sé miðað við eigið fé Samherja (sem er kannski eðlilegt með fyrirtæki sem ekki er á markaði og verðmæti hluta í bókhaldi líklega ekki raunhæf viðmiðun fyrir skattstofn). Ef þetta er fyrirframgreiddur arður hefðu þau borgað yfir 50 milljarða fyrir um þrjátíu árum en eftir lækkun nýfrjálshyggjuáranna væri erfðafjárskatturinn aðeins um 10 milljarðar. En svo má vera að þarna séu á baki allskonar skattahliðrun, skattasvig, skattaforðun eða hvað ríka fólkið kallar skattaundanskot sín í dag og sem Samherji er þekktur af um allan heim. Í öllum siðuðum löndum myndu fréttir dagsins snúast um skattahlið þessa máls. Ég spái að svo verði ekki á Íslandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: