- Advertisement -

Skattleggjum þá raunlaun!

Þannig að þessi ráðagerð hagnast hinum efnameiri.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í stjórnarsáttmála ríkissjórnarinnar segir að koma eigi á kerfi þar sem raun-fjármagnstekjur verði skattlagðar en ekki nafn-fjármagnstekjur. Fyrir þann sem ekki þekkir muninn þá þýðir þetta að sá sem er með fjármagnstekjur getur dregið verðbólguna frá áður en skattur er reiknaður. Þetta er svona öfug vísitölutrygging.

Réttlætingin er að með þessu vonist menn að hægt verði að örfa sparnað. Allir vita að hinn venjulegi launþegi sparar lítið sem ekkert þar sem endar ná tæpast saman. Þannig að þessi ráðagerð hagnast hinum efnameiri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vel er þekkt að margir eru með starfsemi í einkahlutafélögum og borga sér lágmarkslaun en restina út sem fjármagnstekjur. Þannig er hægt að lækka skattgreiðslur sínar. Þetta hefur vrið gagnrýnt mjög vegna þess að hinn venjulegi launamaður er með hærri skattbyrði fyrir vikið.

Gott og vel, en er þá ekki rétt og sanngjarnt að hér á landi verði jafnræði milli tekjutegunda, þ.e. vinnulauna og fjármagnstekna. Til að svo verði þá hlýtur ríkisstjórnin að leggja til að raunlaun verði bara skattlögð, en ekki nafnlaun.   


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: