- Advertisement -

Skilaboð til Sigmundar Davíðs og Co.

„Orkupakkinn breytir engu, alls engu!.“

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ísland er ekki aðili að orkumarkaði EES og ber  ekki skylda til að tengjast markaðnum með sæstreng. Það sama á til dæmis við um íslenska fisksala. Þeim ber ekki skylda til að selja fisk inn á EES.  

Allt landgrunn í landhelgi Íslands fellur utan við EES samninginn. Orkupakkinn breytir engu, alls engu!. Nýting á landgrunninu er á forræði Íslendinga í gegnum Alþingi.  

Ef einhver myndi byrja lagningu sæstrengs í trássi við vilja Alþingis væri það innrás, stríðsyfirlýsing. NATO myndi skarast í leikinn. Þetta vilja Sigmundur Davíð og Co ekki skilja. Skiptir engu hversu oft þetta er sagt við þá. Þeir stara bara út í tómið!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: