- Advertisement -

Skiptir dómgreind máli í Sjálfstæðisflokknum?

Nú er spurningin hver er næstur til að bæta við listann?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Það var ekki góð dómgreind þegar Sjálfstæðisflokkurinn hélt uppi rógsherferð hér heima og í Bandaríkjunum gegn Halldóri Laxness á síðustu öld. Það var ekki góð dómgreind þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ákvað að selja vildarvinum tvo ríkisbanka. Það var ekki góð dómgreind þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar reyndi að setja lög sem átti að hefta tjáningu fjölmiðla. Það var ekki góð dómgreind þegar þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir svaraði viðvörun bresks hagfræðiprófessors um að hrun væri fram undan með því að segja að hann þyrfti í endurmenntun. Það var ekki góð dómgreind þegar Seðlabankinn undir stjórn Davíðs Oddssonar afhenti Kaupþing-banka svo til allan gjaldeyrisvaraforða landsins eina sekúndu fyrir hrun. Það var ekki góð dómgreind þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrum innanríkisráðherra sagði ósatt í ákveðnu máli og hrökklaðist síðar úr embætti. Það var ekki góð dómgreind þegar Sigríður Andersen fyrrum dómsmálaráðherra klúðraði málum við ráðningu Landsréttardómara og hrökklaðist síðar úr embætti. Það var ekki góð dómgreind þegar Bjarni Ben þáverandi forsætisráðherra  ákvað að upplýsa ekki samráðherra tímanlega um að faðir hans hafði ritað meðmælabréf með tilteknum kynferðisbrotamanni sem sótt hafði um uppreist æra. Það var ekki góð dómgreind þegar Bjarni Ben þáverandi forsætisráðherra ákvað að upplýsa ekki þjóðina fyrir síðustu kosningar um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun þingmanna um meira en 40 prósent. Það var ekki góð dómgreind þegar núverandi fjármálaráðherra Bjarni Ben sagði í ræðustól Alþingis nýverið að verðtryggð lán veittu skuldurum meira skjól en óverðtryggð lán. Það var ekki góð dómgreind þegar fjármálaráðuneyti Bjarna Ben kom í vegi fyrir ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra virts norræns fagrits og segja síðan ósatt um það.

Þetta eru bara örfá dæmi, en nú hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir atvinnu- og nýsköpunarráðherra séð um að lengja listann. Hún og vinkonur hennar ákváðu að tveggja metra reglan gilti alls ekki um þær því þær eru svo spes! Nú er spurningin hver er næstur til að bæta við listann?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: