- Advertisement -

Skulda trúverðuga skýringu!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Eina þróaða landið, fyrir utan Ísland, sem hækkað hefur stýrivexti nýlega er Nýja Sjáland. Er þar á ferðinni fyrsta vaxtahækkun bankans í 7 ár. Hækkunin var upp á 0,25 prósent og standa stýrivextir í 0,5 prósentum.

Miklar og tíðar vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands vekja furðu og reiði enda verið að draga úr kaupmætti skuldugra heimila og fyrirtækja. Réttlæting bankans er að  12 mánaða verðbólga, og væntingar um hana, sé komin á flug og út fyrir ásættanleg mörk. Ég get tekið undir að verðbreytingar séu of miklar, en ekki að nauðsynlegt hafi verið að grípa til vaxtahækkana á þessum tímapunkti. Og alls ekki jafn kröftuglega og bankinn gerir.

Eitt að því sem ég skoða er hraðabreyting bólgunnar milli mánaða eða hversu þróttmikil hún er samanber fyrri myndin sem fylgir með pistlinum. Þykka gula línan sýnir kraftinn að baki verðbreytingum á Íslandi það sem af er árinu. Allir sjá að línan er nánast lárétt, sem segir okkur að verðbólgan er nokkuð stöðug enda hefur hún aðeins sveiflast frá því að vera 4,1 prósent og upp í 4,6 prósent. Sveiflan er ekki nema hálft prósent. Það er ekki sérstakt áhyggjuefni og framkallar enga örvæntingu eins og mér þykir geisla af bankanum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Horfið á rauðu línuna á myndinni. Hún endurspeglar þróttinn í verðbreytingum á efnahagssvæði breska pundsins. Línan minnir mig á háa fjallgarða, sem endurspeglar mikinn verðbólguþrýsting. Tólf mánaða verðbólga hjá Bretum hefur farið úr 0,7 prósentum og upp í 4,2 prósent á fáum mánuðum. Svona hraðabreytingar eru áhyggjuefni og ættu að fá hárin á sköflungnum til að rísa. Samt hefur breski seðlabankinn ekki gripið til vaxtahækkana. Já, og stýrivextir þar í landi eru ekki nema 0,1 prósent á meðan þeir eru komnir upp í 2 prósent á Íslandi.

Aðrar línur á myndinni eru einnig skörðóttar nema sumarið í Bandaríkjunum eins og svarta línan sýnir. Þar á eftir þá hækkaði 12 mánaða bólgan úr 5,4 prósentum og upp í 6,2 prósent á aðeins einum mánuði. Svona aukning er uggvænleg, en samt eru stýrivextir óhaggaðir þar vestra. Standa í aðeins 0,25 prósentum.

Nútíma seðlabankar horfa til fleiri þátta en áorðna verðbólgu þegar vaxtaákvarðanir eru teknar. Þar ofarlega á blaði, ef ekki efst, eru verðbólguvæntingar til mislangs tíma. Það hefði því mátt ætla að íslensku væntingarnar væru hærri og háar til að réttlæta vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Ég hef því raðað væntingunum upp á seinni myndinni um leið og ég bæti Nýja Sjálandi við. Þið sjáið að aðeins evrusvæðið er með lægri væntingar en Ísland og efst trónir Bandaríkin. Þannig að ekki er hægt að verja vaxtahækkanir á Íslandi með hærri væntingum til verðbreytinga. Eina þróaða landið, fyrir utan Ísland, sem hækkað hefur stýrivexti nýlega er Nýja Sjáland. Er þar á ferðinni fyrsta vaxtahækkun bankans í 7 ár. Hækkunin var upp á 0,25 prósent og standa stýrivextir í 0,5 prósentum.

Samantekið þá skuldar Seðlabanki Íslands þjóðinni ásættanlega skýringu fyrir ákvörðunum sínum. Ég hef sjálfur velt þessu fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að bankinn hafi áhyggjur af gengi krónunnar.

Önnur lönd í kringum okkur hafa haldið vöxtum óbreyttum. Ef þrótturinn í heimsverðbólgunni helst þá má búast við að einhverjir taki til við að hækka hjá sér vextina og þá hóflega. Seðlabanki Íslands er ekki hættur og tel ég að 3 prósent stýrivextir sé í kortunum miðað við örvæntinguna sem stafar af bankanum.

Samantekið þá skuldar Seðlabanki Íslands þjóðinni ásættanlega skýringu fyrir ákvörðunum sínum. Ég hef sjálfur velt þessu fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að bankinn hafi áhyggjur af gengi krónunnar. Þar spilar inn í endur upprisa veirunnar í veröldinni og það að bankinn er kominn að ystu mörkum í getu sinni til að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn. Þá miða ég við nettó forða bankans og ytri áhættu þjóðarbúsins. Til að styrkja gengið þá hækkar bankinn vexti í von um að það laði erlent fjármagn að.

Ef gengið styrkist eins og það hefur gert eftir síðustu vaxtahækkun þá vinnur það gegn innfluttri verðbólgu. Ljóta hliðin á málinu er að aðeins hluti þjóðarinnar er látinn bera stríðskostnaðinn af baráttunni við verðbólguna eða skuldarar. Aðrir eru stikkfrí hvað vaxtagjöld varðar og fá jafnvel auknar fjármagnstekjur af sínum sparnaði. Líkur nú þríleik mínum um Seðlabanka Íslands.                    


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: