Fréttir

Skýtur púðurskotum að láglaunafólki

By Miðjan

March 10, 2019

„Ég held að verkalýðsfélögin séu ekki að átta sig á því að þeirra félagsmenn munu ekki verða kátir með afleiðingarnar af þessu. Fyrirtækin segja öll að þau þurfi að hagræða mjög mikið í rekstri, og við vitum öll hvað það þýðir. Launakostnaðurinn er langstærsti þátturinn rekstrinum og eina leiðin til að skera niður launakostnað er að fækka störfum.“

Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í viðtali við Mannlíf.

Og þetta er ekki allt. Jóhannes Þór er með fleiri púðurskot í byssunni:

„Þar eru hópferðafyrirtækin mjög mikilvæg. Ef þau detta út þá þarf annað hvort að finna einhverjar reddingar sem kosta meira, það þarf að finna mannskap og bíla og í sumum tilfellum er það ekki hægt. Þannig að þetta hefur gríðarleg áhrif langt út fyrir þau fyrirtæki sem aðgerðir beinast beint að. Auk þess vitum við í rauninni ekki hvenær snjóboltinn rennur sitt skeið á enda þegar hann fer af stað á þessu bókunartímabili fyrir sumarið eða hversu lengi þetta mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu, hver eftirköstin verða.“

Enn og aftur. Þau fyrirtæki sem ekki ráða við að lagfæra smánarleg laun þeirra lægstlaunuðu er einskis virði.