- Advertisement -

Sleggjudómur Guðmundar í Brimi

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ef maður rýnir tölurnar betur þá eru 82 prósent íbúa sambandsins sáttir eða mjög sáttir með líf sitt. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við sleggjudóm Guðmundar í Brim.

Í viðtali á Vísi þá sagði Guðmundur í Brim orðrétt „Af því að ég sé það núna að mér finnst fólk ekki voðalega hamingjusamt í Evrópusambandinu“. Árið 2019 þá birtust niðurstöður víðfeðmrar könnunar á vegum Hagstofu Evrópu varðandi ánægju fólks innan  Evrópusambandsins. Kannanir af þessum toga eru gerða á 5 ára fresti.

Fólk var beðið um að gefa einkunn á bilinu 0-10 um ýmsa þætti eigin lífs. Tæpum á þremur þeirra. Sá fyrsti varðar almenna hamingju og var lokaeinkunnin upp á 7,3 miðað við 7,0 árið 2013. Sem sagt, besta einkunn. Annar þáttur varðaði fjárhagsstöðu fólks og var einkunnin 6,6 miðað við 6,0 árið 2013. Að síðustu var spurt um ánægju í einkalífi og var útkoman 8 samanborið við 7,8 árið 2013. Ekki aðeins er fólk sátt í eigin skinni innan Evrópusambandsins heldur einnig að ánægjan og velferðin er á uppleið.

Þegar maður skoðar einstök lönd þá kemur í ljós að íbúar Írlands, Finnlands og Austurríkis eru sáttastir á meðan íbúar Búlgaríu eru ósáttastir. Ef maður rýnir tölurnar betur þá eru 82 prósent íbúa sambandsins sáttir eða mjög sáttir með líf sitt. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við sleggjudóm Guðmundar í Brim. Hann, eins og aðrir sægreifar, vill nefnilega halda almúganum á Íslandi í þrælsótta og talar því Evrópusambandið niður. Jafnvel þó Brim selji mikið af eigin fiskafurðum inn á lönd sambandsins. Með aðild að sambandinu þá myndi losna um helsi almennings og leikreglur samfélagsins jafnast. Guðmundur óttast hvoru tveggja af orðum hans að dæma.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: