- Advertisement -

Sóknarbolti eða Bjarni Ben

Þegar aðgerðirnar eru skoðaðar í kjölinn blasir við að þær eru léttvægar, kannski sýndarmennska.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar er ætlað að vinna á atvinnuleysinu og verja lífskjörin. Þegar aðgerðirnar eru skoðaðar í kjölinn blasir við að þær eru léttvægar, kannski sýndarmennska. Yfirbragð aðgerðanna er áferðarfallegt, en innihaldið er rýrt. Maður getur ekki varist þeirri hugsun að tímasetningin tengist Alþingiskosningum haustsins. Eða að ríkisstjórnin sé að nýta sér fjárlagavaldið til að afla sér vinsælda. Aðalatriðið er þó það að aðgerðirnar koma ekki til með að vinna hratt á atvinnuleysinu sem búið er að dvelja við tveggja stafa tölu of lengi. Núverandi valdhafar áætla að það taki 6 ár að koma atvinnuleysinu niður í 6 prósent. Eitthvað sem hefur tekið Bandaríkjamenn aðeins 1 ár að framkalla eftir að atvinnuleysið toppaði í 14.8 prósentum þar vestra á síðasta ári.

Ef ég skoða eitt atriði í nýja aðgerðapakka stjórnvalda og ber það saman við alveg sambærilegt skref sem bandarísk stjórnvöld stigu þá blasir vilja- og getuleysi ríkisstjórnar Bjarna Ben við. Á útmánuðum þá tók þriðji örvunarpakkinn gildi í Bandaríkjunum. Samkvæmt honum þá fengu allir undir ákveðnu tekjuviðmiði, ekki bara langtíma atvinnulausir, 150 þúsund krónur í eingreiðslu. Hinir sömu fá síðan aukalega 224 þúsund krónur mánaðarlega í sex mánuði. Á Íslandi þá fá eingöngu þeir sem eru langtíma atvinnulausir 100 þúsund króna eingreiðslur um þessi mánaðamót.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni Ben pakkar í vörn.

Allar aðrar aðgerðir sem ríkisstjórn Íslands grípur til eru einnig í framkvæmd í Bandaríkjunum, en bara á miklu stærri skala. Árangurinn er að atvinnuleysi hefur húrrast niður eins og sagði á meðan það er í hæstu hæðum á Íslandi. Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun strax í upphafi faraldursins að spila stífan sóknarbolta á sama tíma og Bjarni Ben pakkar í vörn. Í haustkosningunum þá stendur valið á milli sóknarbolta eða langvarandi og hátt atvinnuleysi í boði Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: