Fréttir

Sökuð um landráð og sögð morðingjar

By Miðjan

September 12, 2019

„Fjölmargir þingmenn voru sakaðir um landráð í umræðum um þriðja orkupakkann eða kallaðir morðingjar fyrir að styðja ný lög um þungunarrof sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama.“

Þetta er brot úr ræðu Katrínar Jakobsdóttur á Alþingi í gærkvöld.

„Ofsinn á greiða leið í fréttir og stundum á kostnað málefnalegrar umræðu. Víða í Evrópu vex popúlískum hreyfingum fiskur um hrygg, grafið er undan mannréttindum og vegið að innflytjendum. Sanngirnin víkur fyrir æsingi og öfgum og þá verður leiðin æ greiðari fyrir þá ófyrirleitnu að komast til valda og ýta undir fyrirlitningu almennings á stjórnmálum, flokkum, lýðræði og þingræði. Nýleg könnun í Bretlandi sýndi aukna jákvæðni almennings gagnvart „sterkum leiðtoga sem láti reglur ekki binda sig“ eins og það var orðað.“