- Advertisement -

Sölumennska og óhaldbær áróður

Fróðlegt verður að sjá hvort fjárfestar fái allt að 50 prósent arðsemi eins og sölumennska forstjórans hljóðaði upp á.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Orðrétt sagði Bogi Nils forstjóri Icelandair varðandi nýja hlutafjárútboðið: „Eftirspurnin var meiri heldur en við gerðum ráð fyrir sem er algjörlega frábært og mikil stuðningsyfirlýsing  við félagið frá þjóðinni, hluthöfum fjölgar um sjö þúsund, þeir verða um ellefu þúsund“. Ef við gefum okkur að þetta séu allt einstaklingar þá reiknast þetta vera 3 prósent af þjóðinni. Sem sagt, restin eða 97 prósent ákvað að kaupa ekki.  Ef við miðum eingöngu við þá sem eru 18 ára og eldri þá er hlutfallið 3.8 prósent. Öllum gafst tækifæri til að taka þátt og kaup fyrir allt niður í 100 þúsund krónur.

Þetta er eins og annað sem kemur úr þessari átt. Mikil sölumennska og óhaldbær áróður. Honum tókst ekki að sannfæra yfir 276 þúsund fullorðinna landsmanna eða 96,2 prósent þeirra. Samt talar forstjórinn um þjóðarstuðning. Fróðlegt verður að sjá hvort fjárfestar fái allt að 50 prósent arðsemi eins og sölumennska forstjórans hljóðaði upp á.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: