Greinar

Sólveig Anna er þeirra eini málsvari

By Miðjan

February 08, 2023

Ólafur Þórarinsson skrifar:

Lýðræði?

Í Eflingu er gríðarlegur fjöldi fólks af ýmsum uppruna. Stór hluti þess ýmist getur ekki eða vill ekki setja sig inn í þennan margslungna darraðadans sem launakröfur snúast um og reiðir sig því á þann hluta sem kýs sem er langt undir 25%.

Þess vegna er þetta ákaflega lúalegt bragð hjá ríkissáttasemjara að ætla í nafni lýðræðis að fá neitun yfir 25% alls kosningabærs fólks þar sem stærstur hluti veit hvorki haus né sporð á málinu og allra síst þessum útsmogna “sáttagjörningi”

Það væri auðvelt að reka mig á gat varðandi tilhögun svona samninga en útkomu þeirra fyrir þá verst settu getur engin rekið mig á gat og því óréttlæti sem hér á sér stað gagnvart fólki sem á sér engan málsvara annan en Sólveigu Önnu.