Fréttir

Sósíalistaflokkurinn aldrei mælst stærri

By Ritstjórn

August 17, 2021

Sósíalistaflokkurinn hefur ekki mælst stærri hjá Gallup en nú, mælist með 6,7% fylgi og stutt í fimmta þingmanninn. Sósíalistar voru með 5,4% í síðustu könnun Gallup og hafa því bætt við sig á síðustu vikum. Fylgi annarra flokka sveiflast innan skekkjumarka, með temmilegu kæruleysi má halda því fram að Framsókn og Samfylking séu að gefa eftir. Annað er við það sama.

Sósíalistaflokkurinn það eina sem er að frétta

Til að greina sveiflurnar í pólitíkinni má skoða breytingar frá síðustu kosningum: Þessir flokkar hafa dregið til sín fylgi:

Þessir flokkar standa í stað:

Þessir flokkar hafa tapað fylgi:

Eins og sjá má af þessu er Sósíalistaflokkurinn það eina sem er að frétta í íslenskum stjórnmálum. Meira en helmingur af því fylgi sem er á hreyfingu hefur runnið til hans. Aðrir flokkar sem bæta við sig eru Píratar og Viðreisn, bæði þéttbýlisflokkar sem líklegir eru að tapa fylgi í kosningabaráttunni.

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fær nú mælingu í fyrsta sinn, þ.e. spurt var sérstaklega um flokkinn. Hann mælist með 0,6% og þarf eitthvað stórkostlegt að gerast svo sá flokkur breyti nokkru í komandi kosningabaráttu.

Stefnir í fjögur ár enn af vondri ríkisstjórn

Vondu tíðindin í könnuninni er að ríkisstjórnin heldur velli án þess að ná meirihluta fylgis. Það ræðst m.a. af því að atkvæði greidd Flokki fólksins og Frjálslynda lýðræðisflokknum skila ekki þingmönnum og falla dauð. Samkvæmt könnuninni yrði þingheimur svona (innan sviga er breyting frá fráfarandi þingi, eftir flokkaflakka nokkurra þingmanna):

Ríkisstjórnin:

Ríkisstjórnin alls: 34 þingmenn (+1)

Stjórnarandstaða I (hin svokallaða frjálslynda miðja):

Stjórnarandstaða I: 21 þingmaður (+2)

Stjórnarandstaða II (nýtt hægri)

Stjórnarandstaða II: 4 þingmenn (–7)

Stjórnarandstaða III, utan þings:

Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)

Ríkisstjórnin lifir á því hversu veik sókn hinnar svokölluðu frjálslyndu miðju er og vegna hruns þeirra ný-hægriflokka sem komu inn á þing síðast. Hvað getur gerst til kosninga?

Könnun endaði 15. ágúst, mánuði og tíu dögum fyrir kosningar. Könnun Gallup jafn langt frá kosningum 2017 mældi ekki fylgi Miðflokksins, sem þá var ekki til, en flokkurinn fékk 10,9% í kosningunum. Viðreisn var í þessari könnun við það að falla af þingi, mældist með 5,2% en náði að klifra upp í 6,7% í kosningunum og Samfylkingin mældist með 9,1% en náði að krafla sig upp í 12,1%.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 23,6% en fékk 25,2%. Framsókn mældist með 10,4% og fékk 10,7% og Píratar mældust með 9,8% en uppskáru 9,2%.

Stór sveiflan niður á við var hjá Flokki fólksins sem mældist með 11,6% í könnunni en fékk aðeins 6,9% í kosningunum og hjá VG, sem mældist með 24,4% í könnunni en fékk 16,9% í kosningunum.

Það var því nýtt framboð Miðflokksins sem dró mest til sín en Viðreisn, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur nokkuð. Framsókn stóð í stað en Píratar misstu aðeins frá sér fylgi en bæði Flokkur fólksins og VG tóku dýfu á síðustu rúmu fimm vikum kosningabaráttunnar. Og Björt framtíð þurrkaðist út.

En af þessu má sjá að það er enn nægt svigrúm fyrir flokka til að fæðast eða blómstra, en líka tími fyrir flokka til að missa flugið og deyja.

Sósíalistar styrkja sig milli allra kannana

Grafið sýnir fylgi Sósíalista hjá fjórum könnunarfyrirtækjum sett á könnunartímann, sem er mislangur. Eins og sjá má lesa af þessum stöðugan vöxt flokksins að undanförnu. Það verður forvitnilegt að sjá næstu kannanir en líklega mun eitt eða tvö fyrirtækjanna birta nýjar kannanir í þessari viku.